Kæru FH-ingar.

Þeir verða ekkert mikið stærri leikirnir en þessi. Miðvikudaginn 7. ágúst kemur FK Austría Vín í heimsókn og spilar í Meistaradeild Evrópu. Þetta er síðari leikurinn í einvíginu, en sá fyrri tapaðist naumlega úti, 1-0.

Hér heima þurfa okkar menn allan okkar stuðning. Fyllum fallegasta völl landsins og styðjum okkar menn í Evrópukeppni – þetta er svo skemmtilegt!

Bakhjarlahornið verður á sínum stað fyrir og í hálfleik. Bakhjarlakortin duga hins vegar EKKI sem miði á leikinn.

Fjölmennum á völlinn og fyllum nú Krikann! Strákarnir eiga það skilið!