Meistaraflokkur karla hjá FH er þessa dagana staddur á Spáni í æfingaferð. Nánar til tekið í Torrevieja. Liðið fór út síðastliðin þriðjudag og kemur heim næsta þriðjudag. Alls eru 17 leikmenn úti ásamt þjálfurum sínum. Liðið hefur æft af miklum krafti tvisvar á dag auk þess að vinna í hinum ýmsum verkefnum. Þá hefur liðið leikið einn æfingaleik við heimamenn sem vannst með 5 mörkum. Aðstaðan er öll tilfyrirmyndar og vel að öllu staðið. Leikmenn hafa einnig fengið góðan frítíma sem þeir hafa nýtt í að sleikja sólina, jetskí-iðkun, sundlaugarbolta og verslunarferðir svo að eitthvað sé nefnt. Samkæmt heimildamönnum fh.is hafa leikmenn skemmt sér mjög vel í ferðinni og eru mörg gullkornin kominn fram auk margra skemmtilegra augnablika. Frekari frétta úr ferðinni er að vænta á næstunni hér á heimasíðunni.