FH mætir Aftureldingu öðru sinni á einni viku á þriðjudaginn kl. 20:00 í Kaplakrika. Leikurinn er í átta liða úrslitum Coca Cola bikarsins.

Þegar liðin mættust á laugardag í Mosfellsbæ hafði FH betur 24-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik 9-15.

Leikur FH liðsins var mjög kaflaskiptur. Liðið byrjaði leikinn mjög vel og spiluðu stelpurnar sterka vörn og náðu mörgu hraðaupphlaupum. í síðari hálfleik var allt annað upp á tengingnum og virtist sem eitthvað kæruleysi hafi gert vart um sig. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark en FH náði þó að tryggja sér sigurinn með góðum kafla undir lokin.

Steinunn átti enn einn stórleikinn og skoraði 12 mörk, Aníta var með fimm mörk og þar af nokkrar svakalegar slummur. Hulda Bryndís gerði þrjú mörk, Ingibjörg og Sigrún tvö og Berglind og Heiðdís ett mark hvor. Guðrún Ósk varði 13 skot í markinu.

FH þarf að eiga góðan leik í bikarnum á þriðjudag og er stuðningur áhorfenda mikilvægur. Enda sæti í undanúrslitum í húfi. 

Áfram FH!