Miðvörðurinn Kassim Doumbia er genginn í raðir FH frá Belgíu.

Kassim, eins og hann er kallaður, er fæddur árið 1990. hann hóf feril sinn í heimalandi sínu ASKO og spilaði meðal annars með yngri landsliðum Malí.

Hann fór árið 2008 til Belgíu þar sem að Belgíska úrvalsdeildarliðið AA Gent fékk hann í sínar raðir. Í júní 2011 fór hann til Waasland-Beveren sem er einnig í Belgíu og hefur verið þar síðan.

Ljóst er að Kassim mun styrkja FH liðið fyrir komandi átök í sumar, en nú styttist óðum í fyrsta leik tímabilsins sem er gegn Breiðablik þann 5. maí.