Kæru FH-ingar

Á morgun þriðjudag hefst undanúrslitarimma Olísdeildar karla.
Við FH-ingar heimsækjum Hauka í íþróttahús Hafnarfjarðarbæjar, Ásvöllum.
(Þri. 22.apr.2014 19.45 Haukar – FH)

Fimmtudaginn 24 apríl, sumardaginn fyrsta, er síðan skyldumæting í Kaplakrika en þá mun leikur númer tvö fara fram.
Fim. 24.apr.2014 19.45 Kaplakriki  FH – Haukar

FH-ingar, oft var þörf en nú er nauðsyn. Við þurfum á þér að halda.
Strákarnir hafa æft gríðarlega vel alla páskana og þjálfarateymið undirbúið liðið svo vel að eftir hefur verið tekið.

Muggarar hita upp fyrir leik með máltækið, maður er manns gaman, að vopni.
(allar nánari upplýsingar og skráning í Mugg er í fullum gangi á muggur@fh.is)

Grillið mun vera funheitt þar sem meistarakokkar ráða ríkjum og hjálparkokkar skipta sér af.

Óvæntar uppákomur, en ekki hvað !

Þetta verður eitthvað !

Hafnarfjörður er undir, strákarnir okkar eru tilbúnir – en þú ?

Áfram FH