FH samdi á dögunum við Jonathan Hendrickx, tvítugan hægri bakvörð frá Belgíu, sem hefur spilað undanfarin ár í Hollandi. FH.is settist niður með þessum viðkunnalega bakverði og spjallaði aðeins við hann. 

„Ég heiti Jonathan Hendrickx. 20 ára gamall bakvörður. Áður en ég kom til FH hef ég spilað fyrir einn af stærstu klúbbum í Belgíu, Standard Liége, og Fortuna Sittard í Hollandi,“ sagði Jonathan þegar blaðamaður bað hann um að kynna sig og hvar hann hefði spilað áður en hann kom til FH. Hann vissi ekki mikið um FH þegar hann kom.

„Áður en ég kom vissi ég ekki mikið um FH. Nánast eina sem ég vissi var að FH spilaði Genk á síðasta tímabili í Evrópudeildinni. Ég vissi þó að Kassim Doumbia væri að spila hér því við erum með sama umboðsmann.“

„Fyrir þremur vikum hringdi umboðsmaður minn í mig og spurði hvort ég væri til í að spila fyrir einn af stærstu klúbbunum á Íslandi. Til að vera hreinskilinn, var ég smá hræddur í byrjun útaf ég vissi ekkert um Ísland og spurði ég hann um meiri upplýsingar og þá sagði hann mér um FH. Þeir voru að leita að hægri bakverði og voru áhugsamir um mig.“

„Ég kom til Íslands og æfði með liðinu og sá hvernig þetta virkaði hér á Íslandi. Eftir 3 daga á landinu vildu þeir semja við mig og það tók nokkra daga, en í síðustu viku skrifuðum við undir tveggja ára samning sem er með þann möguleika að semja svo til tveggja ára til viðbótar við það. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“

En hver eru framtíðarplön hans?

„Framtíðarplön mín eru skýr, en ég vil gera þetta skref fyrir skref. Á þessu tímabili vonast ég til að spila sem flesta leiki og hjálpa liðinu að verða Íslandsmeistari. Við erum með gott lið með góða leikmenn sem getur orðið meistari. Einnig erum við í Evrópudeildinni og vonandi getum við farið sem lengst í henni. Við förum til Hvíta-Rússlands í næstu viku og þar vonast ég til að spila minn fyrsta leik fyrir FH. Á næsta ári verðum við vonandi að spila í Meistaradeildinni, það væri magnað!“

„Síðar á mínum ferli vill ég spila í einum af stærstu deildunum, en ég er einungis tvítugur svo það er nægur tími og ég held að FH sé frábær gluggi fyrir mig. Ég hafði möguleika að semja við lið á Ítalíu í Seríu B, en mér fannst FH vera réttur kostur fyrir mig og mig langar að vinna titla með FH.“

„Mér líkar mjög vel við FH. Allir eru mjög vinalegir og andrúmsloftið er mjög gott. Liðið, þ