Handknattleiksdeild FH auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% starf.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Hæfniskröfur:

Reynsla sem nýtist í starfi.

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Góðir samskiptahæfileikar.

Hæfni að tjá sig í ræðu og riti.

 

Helstu verkefni:

Framkvæmd ákvarðanna stjórnar

Stefnumótun í samstarfi við stjórn

Kynningarstarf og fjáröflun

Samskipti við samstarfsaðila og öflun auglýsinga

Samskipti við iðkendur og forráðamenn

Skipulagning og utanumhald viðburða og heimaleikja

 

Um er að ræða 50% starf til að byrja með en getur þróast í 100% starf. Laun skv. samkomulagi.

 

Umsóknir sendist á Ásgeir Jónsson formann handknattleiksdeildar, asgeir@mannamot.is

Allar nánari upplýsingar veitir Ásgeir í síma 897 1310

 

Handknattleiksdeild FH hvetur alla sem telja sig eiga erindi í starfið að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað.