Heil og sæl

Á fimmtudaginn fer fram leikur FH og KR hér í Kaplakrika kl 17:00. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir mfl kk en við þurfum á öllum stigum á að halda til að koma titlinum aftur hingað í Kaplakrika þar sem hann á heima. Fyrir leik verður létt athöfn þar sem við ætlum að heiðra leikmennina sem unnu titilinn árið 2004 svo eftirminnilega á Akureyri og tryggðu félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í efstu deild karla.

Íslandsmeistarar 2004 2

Strax að leik loknum munum við svo henda í skemmtilega stemmningu hér í Sjónarhóli og verður t.d. Pub-quiz á milli 2014 og 2004 liðanna, Logi Ólafs mun veiða upp gamlar FH sögur úr mannskapnum og gamlar klippur frá árinu 2004 verða sýndar á breiðtjaldinu. Hægt verður að kaupa mat og drykki fram eftir kvöldi en reiknað er með að formlegri dagskrá ljúki rétt fyrir 22:00.

Allt er þetta gert til þess að minnast þess að 10 ár séu liðin frá því að FH vann sinn fyrsta titil og um leið að þjappa félaginu saman núna þegar eingöngu 4 leikir eru eftir af Íslandsmótinu. Ég vil því endilega fá ykkur öll í Sjónarhól strax að leik loknum og endilega takið fjölskylduna og vinina með, allir eru velkomnir í Krikann.