Það var fjölmenni sem mætti á leik FH og KA/Þórs í boði BK kjúklings í dag. FH stelpur sigruðu leikinn 23-20.

Stelpurnar okkar léku vel bæði í vörn og sókn og áttu sigurinn svo sannarlega skilinn.

 

Stelpurnar þakka öllum þeim sem komu og studdu þær í dag og þakka BK kjúkling fyrir að bjóða á leikinn.

 

Næsti leikur stelpnanna er næstkomandi sunnudag í Vestmannaeyjum og hvetjum við alla sem geta að koma með til Eyja.

 

Áfram FH