Á æfingunni á mánudag kl 17-18, fáum við  strákarnir í 7 fl  og 8 fl frábæran gest í heimsókn til okkar.FH-ingurinn Aron Pálmarsson sem er  einn besti handboltamaður í heimi og var kosinn bestur í meistaradeildinni í fyrra, ætlar að koma í heimsókn á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika. Hann ætlar að spjalla við ykkur og fá að þjálfa ykkur á þessari æfingu.  

 

Strákar endilega bjóða vinum ykkar, skólafélögum og  að koma á æfinguna og kynnast handboltanum í FH, Aron, þjálfararnir og allur hópurinn tekur vel á móti nýjum strákum sem vilja prófa handbolta.

 

Ef þið viljið fá mynd af ykkur með Aroni þá er það sjálfsagt mál, endilega látið foreldra ykkar mæta með myndavél og fáið mynd af ykkur með besta leikmanni meistaradeildarinnar í fyrra.

 

Æfingin byrjar stundvíslega kl 17:00 í Kaplakrika.

 

ÁFRAM FH