Hið margrómaða Julefokost FH verður haldið laugardaginn 6. desember í glæsilegum veislusal í Kaplakrika, Sjónarhól, sem mun skarta sínu fegursta í tilefni kvöldsins.

 

Í fyrra komust færri að en vildu og viljum við því hvetja fólk til að tryggja sér miða sem allra fyrst.

 

Dagskráin í ár er hreint út sagt frábær, stórkostlegur matseðill frá snillingunum í Kjötkompaní og úrvals jólahátíðardrykkur frá Mekka til að fullkomna kvöldið.

 

Húsið opnar kl. 19:30

Matur hefst stundvíslega kl. 20:30

 

Veislustjóri kvöldsins verður suðurnesjamaðurinn síkáti Örvar Kristjánsson.

 

Björn Jörundur kveikir í salnum með sínum þekktustu lögum.

 

Ari Eldjárn með gamanmál á sinn einstaka hátt.

 

Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra loka Julefrokost FH 2014 með söng fram í nóttina og enda á fjöldasöng sem enginn má missa af.

 

Ekki láta þetta stórkostlega kvöld fram hjá þér fara og tryggðu þér miða. Undanfarin ár hefur verið uppselt á þennan stórviðburð.

 

Miðaverð kr. 8.900

Miðaverð til Muggara og Bakhjarla kr. 7.900

 

Borðapantanir hjá fh.julefrokost@gmail.com

Allar nánari upplýsingar veita Sigursteinn Arndal (669 9360) og Ásgeir Jónsson (897 1310)

julefrokost.jpg