Handknattleiksdeild FH og TV 05/07 Hüttenberg hafa náð samkomulagi um að Ragnar Jóhannsson gangi til liðs við þýska liðið nú í janúar.

Ragnar hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir FH að sinni.

 

Stefna stjórnar handknattleiksdeildar FH er að hjálpa leikmönnum sínum að láta draum sinn rætast og er ánægjulegt að sjá fimmta leikmann félagsins á síðustu sex mánuðum fara í atvinnumennsku erlendis.

 

Stjórn handknattleiksdeildar FH óskar Ragnari til hamingju með samninginn og velgengni hjá nýju félagi.