Guðmann Þórisson hefur gert þriggja ára samning við FH. Guðmann þekkir vel til hjá FH eftir að hafa spilað hér árin 2012 og 2013. Síðustu ár hefur Guðmann leikið í sænsku úrvalsdeildinni með Mjalby.

 

,,Við erum gríðarlega ánægðir með að fá Guðmann aftur í Kaplakrika. Guðmann spilaði virkilega vel þessi tvö ár sem hann var hjá félaginu, áður en að hann hélt aftur út í atvinnumennsku,“ segir Heimir Guðjónsson þjálfari FH.