Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari meistaraflokks karla mun taka við þjálfun meistaraflokks kvenna að þessu tímabili loknu ásamt stöðu yfirþjálfara yngri flokka félagsins.

Starf Halldórs verður umfangsmikið en auk þess að þjálfa báða meistaraflokka félagsins og sinna yfirþjálfara stöðu yngri flokka deildarinnar mun hann koma að starfi handboltaakademíu FH.

Markmið stjórnar handknattleiksdeildar FH með ráðningu þessari er að faglegt starf innan sem utan vallar verði eins og best getur orðið hjá félaginu.

Samningur Halldórs er til tveggja ára.