Leikmenn, þjálfarar og stjórn handknattleikdeildar þakka öllum FH-ingum kærlega fyrir frábæra helgi.

Við getum öll verið stolt yfir frammistöðunni innan vallar sem utan.

Leikmenn og þjálfarteymið lagði allt sem þeir áttu í verkefnið og stuðningsfólk FH lét sig ekki vanta.

Það var frábært að sjá Kaplakrika iða af mannlífi laugardagsmorguninn. FH-ingar þyrftust að til að kaupa miða á bikarúrslitaleikinn og gæða sér á gómsætum veitingum í boð Muggs.

Það eru bjartir tímar framundan hjá FH og ef við stöndum öll þétt saman áfram, þá munu góðir hlutir halda áfram að gerast.

 

Við óskum ÍBV innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn  og eins Gróttu stelpum fyrir sinn titil.

 

 

 

Leikmenn, þjálfarar og stjórn handknattleiksdeildar FH