Handboltaveisla 1 mai í Kaplakrika.

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Kaplakrika 1 mai. Úrslitakeppni yngri flokka og það verður allt lagt undir.

Sjálfboðaliðar FH og unglingaráð hafa unnið hörðum höndum að því að gera þennann dag sem glæsilegastann fyrir krakkana og verður mikið í lagt.

FH á þrjú lið í úrslitum þennann daginn og er það glæsilegur árangur sem við getum verið stolt af.

Við hvetjum ALLA til að gera sér ferð í Kaplakrika 1 mai og hvetja krakkana áfram á þessum draumadegi þeirra.

Veitingasala á staðnum svo allir geta fengið sér kaffi og kruðerí

Það verður háspenna 1 mai í Kaplakrika. Gleði, skemmtun og upplifun.

Við viljum fylla Kaplakrika – Allir að mæta og skemmta sér saman og njóta dagsins með krökkunum.

Dagskrá dagsins:

Föstudagur 1 mai Kaplakriki.

9.30            4fl. karla yngri                = Fram-FH
11.15   4fl. kvenna yngri       = Fylkir-Haukar
13.00   4fl. karla eldri                = Þór Ak-FH
14.45   4fl. kvenna eldri       = HK1-KA/Þór
16.30   3fl. karla                      = Valur-HK1
18.30   3fl. kvenna             = Selfoss-Fylkir
20.30   2fl. karla                      = FH-Valur