Brynjar Darri hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fimleikafélag Hafnarfjarðar. Darri kom á láni frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og varði mark FH
ásamt Ágústi Elí. Darri hefur nú ákveðið að halda kyrru fyrir í Kaplakrika og skrifað undir tveggjá ára samning.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir FH enda stóð Darri sig mjög vel síðastliðið tímabil. Metnaðarfullur markmaður með sterkann karakter.
FH mun því áfram tefla fram efnilegasta markvarðapari Olísdeildarinnar næstu tvö árin.