Handbolti – Sumaræfingar.
Í næstu viku hefjast sumaræfingar í handbolta fyrir þá sem voru í 5. flokki, 6. flokki og elsta ári í 7. flokki seinasta vetur. Æfingarnar hefjast þriðjudaginn 26. maí og standa yfir í 5 vikur.
Lögð verður áhersla á einstaklingsþjálfun, til dæmis fintur, skot, boltameðferð og varnarleik.
Æfingatímar:
6. og 7. flokkur (2003, 2004 og 2005) æfir þriðjudaga og fimmtudaga milli 16:00 og 17:00.
5. flokkur (2001 og 2002) æfir þriðjudaga og fimmtudaga milli 17:00-18:00.
Verð: 5000 krónur.
Skráning og greiðsla á staðnum.
Sumaræfingarnar hafa verið vel sóttar seinustu ár og stytta sumarfríið töluvert fyrir handboltaþyrsta iðkendur 🙂
þjálfari er Ásbjörn Friðriksson.