Evrópuleikur á fimmtudaginn en þá kemur Inter Baki í heimsókn. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Þessi leikur er gífurlega mikilvægur og þurfa strákarnir á öllum okkar stuðningi að halda.  Leikurinn hefst kl 19:15 og er miðaverð er 2000 kr, 1500 kr fyrir Bakhjarla og 500 kr fyrir börn. Eins og alltaf er frítt fyrir iðkendur í FH.  Almenn miðasala hefst kl 18:00 á leikdag en einnig verður forsala á miðum milli 14:00 til 16:00 á leikdag. 

Nú fyllum við Kaplakrika! Allir á völlinn og látum í okkur heyra enda afar skemmtilegt að fara langt í Evrópukeppni eins og við FH-ingar þekkjum! ÁFRAM FH!


FH – Radio 
Okkar menn í FH – Radio verða að sjálfsögðu á vellinum á morgun þegar FH mætir Fylkir. 
Slóð á útsendinguna er á facebook síðu FHingar.net 

IMG_2124

 

Pyngjan 
Í lokinn viljum við benda FH-ingum á að nú geta allir sleppt við það að standa í miðasölu röð á leikdag. Pyngjan er ný greiðsluleið fyrir Pepsi-deildina. Nú er hægt að nota Pyngjuna sem er app til að kaupa miða á heimaleiki nokkurra félaga í Pepsi-deild karla og er FH þar á meðal. Hér er hægt að kynna sér þetta betur.  

 

11014939_921601731196372_4605329185026370183_n