Kæru FH-ingar.

Nú er komið að stórleik í Evrópudeildinni, en á fimmtudaginn koma Finnarnir í Seinajoen JK í heimsókn. Leikurinn er seinni leikur liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, en fyrri leikurinn fór 0-1 fyrir FH.

Því er um að ræða gífurlega mikilvægan leik á fimmtudaginn og þurfa strákarnir á öllum okkar stuðningi að halda.

Leikurinn hefst kl 19:15 og er miðaverð er 2000 kr og 1500 kr fyrir Bakhjarla. Miðasala hefst kl 18:00 á leikdag eins og hefðbundið er á leikdag. 

Nú fyllum við Kaplakrika! Allir á völlinn og látum í okkur heyra enda afar skemmtilegt að fara langt í Evrópukeppni eins og við FH-ingar þekkjum! ÁFRAM FH!