Á dögunum gengu Selma Dögg Björnsdóttir og Bryndís Hrönn Kristinsdótitr til liðs við FH. Selma Dögg er fædd 1997 og er uppalin í Val. Bryndís Hrönn er fædd 1994 og kom frá Fylki. Hún er uppalin í Stjörnunni en lék með ÍBV í Pepsi-deildinni tímabilin 2012-2014 en skipti yfir í Fylki í vetur. Selma Dögg er miðvallarleikmaður en Bryndís sóknarmaður.

Orri Þórðarson þjálfari FH er ánægður með liðsstyrkinn: „Þetta eru ungar og efnilegar stelpur. Koma þeirra breikkar hópinn og styrkir liðið í baráttunni framundan.“