Í dag fimmtudaginn 15. október er Fimleikafélag Hafnarfjarðar 86 ára. Í tilefni af því er öllum FH-ingum og öðrum velunnurum boðið næstkomandi laugardaga kl 12:30 hingað í Kaplakrika þar sem boðið verður uppá léttar veitingar til að fagna afmælinu. 

Aðalstjórn hvetur alla FH inga til að kíkja við, hittast og eiga góða stund með hvort öðru í tilefni afmælisins.  

FH-ingar fjölmennum og gleðjumst saman í tilefni af þessum áfanga í sögu félagins okkar.

VIÐ ERUM FH