Hið árlega og stórglæsilega Julefrokost FH verður haldið laugardaginn 5 desember í stórglæsilegum veislusal okkar FH-inga. Nánari dagskrá verður kynnt á næstunni. En eins og gestum síðustu ára ætti að vera kunnugt um þá verður boðið upp á frábæra skemmtidagskrá og dýrindismat frá Jóni Erni og snillingunum í Kjötkompaníinu.

Forsala aðgöngumiða verður einnig tilkynnt á næstu dögum en í fyrra seldist upp á mettíma og komust færri að en vildu, þannig að það er um að gera að fylgjast vel með.

Þau fyrirtæki eða vinahópar sem vilja taka frá borð þurfa að gera upp borðið í einu lagi við kaup í forsölu. 

Ef einhverjar fyrirspurnir vakna ekki hika við að senda fyrirspurn á fh.julefrokost@gmail.com

ÁFRAM FH