Forsala fyrir hið glæsilega og stórskemmtilega Julefrokost FH fer fram þriðjudaginn 3 nóv kl 12:00 í Kaplakrika. Julefrokostið verður haldið laugardaginn 5 desember í stórglæsilegum veislusal okkar FH-inga. 

Skemmtiatriðin eru eins og fyrri ár stórskemmtileg og boðið verður upp á rúmlega 20 étta hlaðborð frá Jóni Erni og snillingunum í Kjötkompaníinu.
Veislustjóri kvöldsins verður engin annar en Steinn Ármann Magnússon. Meðal skemmtiatriða eru Björn Bragi og þeir Ívar og Magnús sem slógu í gegn í Iceland got talent í vor.  Eftir að venjulegri dagskrá lýkur þá mun Hafnfirska undrið Júlladiskó halda uppi stemmingunni fram á nótt.

Í fyrra seldist upp á mettíma og komust færri að en vildu, þannig að það er um að gera að mæta tímanlega og ganga frá miðakaupum.
 

Ef einhverjar fyrirspurnir vakna ekki hika við að senda fyrirspurn á fh.julefrokost@gmail.com