Á laugardaginn var hafist handa við að taka upp gamla gervigrasið í Risanum og setja nýtt á. Það mun væntanlega taka upp undir tvær vikur. Þetta mun þýða einhverja röskun á æfingum en við ætlum að reyna að halda okkur sem næst æfingadögum og tímum flokkanna. Við fækkum um eina æfingu á viku hjá öllum yngri flokkum. Æfingum 2.- og meistaraflokka fækkar enn meira.

Þjálfarar munu kynna á upplýsingasíðum sinna flokka hvernig æfingum verður háttað meðan framkvæmdirnar standa yfir.

Með kveðju – Orri Þórðarson yfirþjálfari.