Á Desembermóti FH sem fór fram 17/12 í Frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika náðist frábær árangur í 300 m hlaupum í karla- og kvennaflokki.

 

Í kvennaflokki sigraði Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH á tímanum 38,80 sek, sem er annar besti tími íslenskrar konu í 300 m hlaupi, aðeins árangur Silju Úlfarsdóttur FH er betri. Íslandsmet Silju er 38,29 sek sett í Clemson 6/12 2003. Arna Stefanía bætti sinn besta árangur um 79/100 úr sek. Í öðru sæti varð Þórdís Eva Steinsdóttir FH á þriðja besta tíma íslenskrar konu, hljóp Þórdís á tímanum 39,66 sek og bætti stúlknamet í flokkum 15 ára og 16-17 ára- Þórdís bætti sinn besta tíma um 83/100 úr sek. Eldri metin áttu Aníta Hinriksdóttir í flokki 16-17 ára 39,80 sek og Arna Stefanía átti metið í flokki 15 ára 40,04 sek. Í hlaupinu náði Úlfheiður Linnet FH besta tíma í flokki 11 ára 48,97 sek.

 

Í karlaflokki sigraði Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA – hljóp hann á tímanum 34,84 sek, sem er næstbesti tími íslendings í greininni, aðeins Íslandsmet Trausta Stefánssonar æfingarfélaga hans úr  FH 34,64 sek frá 14/01 2012 er betra. Kolbeinn setti piltamet í flokki 20-22 ára og bætti met Ívars Kristins Jasonarsonar ÍR frá í fyrra um 9/100 úr sek. Annar í hlaupinu varð Kormákur Ari Hafliðason FH og hljóp hann á tímanum 35,15 sek og bætti hann piltamet í flokki 18-19 ára um 61/100 úr sek og sinn besta árangur um 87/100 úrs sek. Eldra metið átti Gunnar Guðmundsson ÍR, sem hann setti fyrir sléttu ári. Í 300 m hlaupunum var mikið um persónulegar bætingar.

 

Arna Stefanía bætti sinn besta árangur í 60 m hlaupi þegar hún sigraði í þeirri grein og hljóp á 7,78 sek.

 

 

Á öðrum Coca Cola mótum í desember , hafa verið sett stúlknamet í tveimur greinum.

 

Thelma Rós Hálfdánardóttir FH hefur í desember tvíbætt stúlknamet í 13 ára flokki í stangarstökki, er metið komið í 2,76 m, sett þann 9. desember, metið var 2,50 m, áður en hún fór að bæta metið.

 

Þá bætti Jana Sól Valdimarsdóttir stúlknamet í 12 ára flokki í hástökki um 1 cm, þegar hún stökk 1,56 m, þann 14. desember. Hún átti síðan mjög góðar tilraunir við 1,58 m.