Úrslitaleikur fjórða flokks karla A-liða fer fram í Kaplakrika á fimmtudag, en leikið verður á aðalvellinum í Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 16:30, en FH og Breiðablik berjast um gullið.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja okkar ungu og efnilega stráka til sigurs! Áfram FH!