Kæru FH-ingar

Knattspyrnudeild FH er að leita að einstaklingum sem hafa áhuga eða vita af aðilum sem eiga til auka herbergi heima hjá sér. Leitað er að einstaklingum sem eru tilbúnir að hýsa unga og efnilega leikmenn sem koma utan af landi og vantar gistirými.

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Birgi (biggi@fh.is) eða Axel (axel@fh.is) og veita þeir frekari upplýsingar.

Með fyrirfram þökkum, knattspyrnudeild FH.