Megan Dunnigan hefur skrifað undir samning við FH og mun spila með liðinu næsta sumar í Pepsí deildinni. Hún hefur undanfarin tvö ár spilað með ÍA á Akranesi. Síðasta sumar var hún markahæsti leikmaður liðsins í Pepsí deildinni með 6 mörk. Megan er gríðarlega fjölhæfur og öflugur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum. Það er FH því mikið fagnaðarefni að hún skuli hafa ákveðið að ganga til liðs við félagið.

Áður hafa þær Lindsey Harris, markvörður, og Caroline Murray, kantmaður, skrifað undir samninga við FH um að spila með meistaraflokki kvenna næsta sumar í Pepsi deildinni. Við bjóðum Megan velkomna í Krikann og hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar.