Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins sem eru valin af vallastjórum landsins.

Í flokki knattspyrnuvalla var það hann Sigmundur P. Ástþórsson vallastjóri á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði sem varð fyrir valinu sem vallarstjóri ársins . Kaplakrikavöllur hefur verið einn allra besti völlur landsins undanfarin ár og á því varð engin breyting í sumar. Völlurinn var tiltbúinn til leiks þegar Pepsideildin hófst í maí byrjun og kom völlurinn mjög vel undan vetri, Sigmundur er virkilega vel að þessum verðlaunum komin og vill Knattspyrnudeild FH þakka Sigmundi kærlega með þessi verðlaun.

Knattspyrnudeild FH.