Knattspyrnudeild FH hefur ákveðið að halda dómaranámskeið í samvinnu við KSÍ. Námskeiðið verður fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00 – 19:00 í Kaplakrika fyrir áhugamenn um knattspyrnu þ.e 15 ára og eldri.
Vonandi sjá foreldrar iðkenda sem og aðrir stuðningsmenn félagsins sér fært um að mæta á þetta námskeið. Því knattspyrnudeild FH þarf sjá um að dómara og aðstoðardómarar komi á heimaleiki félagsins. Yfir 
árið eru þetta um 300 leikir og það er stefna hjá FH að dómaramálin hjá félaginu séu í góðu lagi. Það væri því mjög gott ef einhverjir foreldrar og/eða stuðningsmenn sjái sér fært um að mæta og taka dómarapróf með það í huga að aðstoða við dómgæslu síðar meir. Því fleiri sem mæta og fá dómararéttind, því auðveldara er að manna leiki í yngri flokkum FH.
Aðaláhersla:
Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin en auk þess kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17.00.
Námskeiðið er ókeypis og gefur réttindi til þess að dæma sem „unglingadómari“, en það er dómgæsla og aðstoðardómgæsla í yngri flokkum í fótbolta. Talsverð fríðindi fylgja því að hafa þessi réttindi en handahafar dómaraskírteinis fá frítt(eftir 10 leiki dæmda) inná alla leiki í Íslandsmóti í öllum deildum sem og landsleiki.
Steinar Ó. Stephensen, Dómarastjóri FH,
Sími 8957077
netfang: steinar@hvaleyrarskoli.is
Skráning á námskeiðið er
steinar@hvaleyrarskoli.is og magnús@ksi.is