Eftirfarandi framboð bárust til skrifstofu knattspyrnudeildar fyrir helgi.

Þeir sem hafa boðið sig fram til stjórnar knattspyrnudeildar FH fyrir komandi starfsár eru:

Til formanns knattspyrnudeildar: Jón Rúnar Halldórsson

Nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til stjórnarsetu til næstu tveggja ára: Valdimar Svavarsson, Axel Guðmundsson, Guðmundur Aðalsteinsson og Steinar Stephensen

Nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til setu í stjórn til eins árs: Árni Rúnar Þorvaldsson, Helgi Mar Árnason, Elías H. Melsted og Stefán Stefánsson.