Mótherji: Maribor
Hvar: Kaplakrikavöllur
Hvenær: Miðvikudaginn 2.ágúst
Klukkan: 18:30
Miðaverð: 2.000 kr, 1.500 kr fyrir Bakhjarla og 8.000 kr í VIP.

FH – Maribor á miðvikudaginn, 2.ágúst, í Kaplakrika, en leikurinn er liður í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðana endaði með 0-1 sigri Maribor.

Leikurinn hefst klukkan 18:30. Á FH-pallinum verður fjör klukkutíma fyrir leik. Þar verða grillaðir hamborgarar, tónlist, andlitsmálning og þjálfarar í yngriflokkum verða með knattþrautir í við pallinn.

Kæru FH-ingar mætum tímanlega á völlinn að sjálfsögðu í hvítu og styðjum liðið til sigurs í þessum mikilvæga leik.

Áfram FH!