Lokahóf knattspyrnudeildar FH fór fram á laugardagskvöldið í Sjónarhól. Hér má sjá myndir af þeim sem fengu viðurkenningu á hófinu.

Hér má sjá myndir af þeim sem fengu viðurkenningu fyrir fyrsta leik fyrir FH.

Fyrsti leikur: Einar Örn Harðarson, Teitur Magnússon ( vantar á mynd ), Baldur Logi Guðlaugsson, Cédrick ( vantar á mynd) , Robbie Crawford, Vignir Jóhannesson, Matija Dvornekovic, Halldór Orri Björnsson og Guðmundur Karl Guðmundsson.

Fyrsti leikur: Caroline, Diljá, Lindsey, Megan og Vicky.

 

Bestur og markahæstur hjá meistaraflokki karla er Steven Lennon

Efnilegastur er Teitur Magnússon. Teitur var ekki á hófinu þar sem hann var í landsliðsverkefnum með U17.

 

Best hjá meistaraflokki kvenna er Guðný Árnadóttir

Efnilegust er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hún var ekki á hófinu þar sem hún er í landsliðsverkefnum. Móðir hennar Fjóla Rún Þorleifsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.

Markahæstar voru þær Megan Dunnigan og Guðný Árnadóttir

Davíð Þór Viðarsson fékk viðurkenningu fyrir að hafa spilað 200 leiki í efstudeild fyrir FH.

Atli Guðnason fékk viðurkenningu fyrir að hafa spilað 40 leiki fyrir FH í Evrópukeppni

FH-ingar ársins voru þeir FH-radio bræður Tómas Ingi Doddason og Kári Freyr Doddason.