Eins og auglýst var fyrir þetta keppnistímabil erum við með nokkrar Bakhjarlaleiðir, árskort, Bakhjarlakort og Platínumkort. Á morgun munum við skipta Sjónarhól upp í tvö rými Platínum og Bakhjarla. Platínum kortahafar verða í salnum næst vellinum þar sem verða léttar veitingar og Bakhjarlar verða í salnum nær bílastæðinu þar sem verða veitingar frá Lemon. Þetta mun segja sig nokkuð sjálft á morgun en við vildum bara láta Bakhjarla- og Platínumkort hafa vita.

Sjáumst svo á leiknum á morgun og áfram FH!

 

Árskort:

Gildir sem aðgöngumiði fyrir einn á alla heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018.
Verð: 20.000 kr.
Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki

Bakhjarlakort

14 aðgöngumiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018.
Aðgangur að Bakhjarlarými fyrir leik og í hálfleik. Þar sem boðið er uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.
Verð: 2.500 kr á mánuði eða 30.000 kr eingreiðsla.
Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki

Platínumkort 

22 aðgöngumiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018.
Aðgangur að Bakhjarlarými fyrir leik og í hálfleik. Þar sem boðið er uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.
Gjöf frá FH
VIP miðar á Evrópuleiki í Kaplakrika
VIP á Evrópuleiki FH erlendis
Verð: 10.000 kr á mánuði eða 100.000 kr staðgreitt.