Jóhann Birgir skrifar undir samning

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH.“ Við erum gríðarlega ánægð með að Jóhann Birgir hafi ákveðið að gera nyjan samning við FH.Það voru mörg lið sem vildu fá Jóa en FH hjartað er það stórt hjá drengnum að hann valdi að vera áfram hjá okkur“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. „Við ætlum Jóa stórt hlutverk næstu árin í liði FH“ segir Ásgeir ennfremur.

Hér má sjá Jóhann Birgi og Ásgeir Jónsson handsala samninginn.