Ingibjörg Rún Óladóttir skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við FH. Ingibjörg Rún er fædd 1998, uppalin í FH og öflugur varnarmaður. Hún á að baki 28 leiki fyrir FH í meistaraflokki, þar af 17 í efstu deild og hefur skorað í þeim 2 mörk. Í síðasta leik fyrir keppnistímabilið 2017 varð Ingibjörg Rún fyrir því að óhappi að slíta krossband og hún hefur ekki spilað leik fyrir FH frá því eða allt þar til hún kom inn á í fyrsta leik þessa árs á móti ÍA í Faxaflóamótinu. Það var ánægjulegt að sjá hana koma til baka eftir svo erfið meiðsli og greinilegt að endurhæfingin hefur gengið vel. Einnig leikur Ingibjörg Rún knattspyrnu á háskólastyrk í Bandaríkjunum þar sem hún hefur spilað vel með liði sínu. Það er okkur FH-ingum mikið gleðiefni að Ingibjörg Rún sé búin að skrifa undir nýjan samning við félagið og væntum mikils af henni í baráttunni í Inkasso deildinni næsta sumar.

Áfram FH #ViðerumFH