Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Arnór Gauta Úlfarsson og Dag Þórir Hafþórsson í hópinn sem tekur þátt í UEFA Development Tournament, en það fer fram í Króatíu 2.-7. apríl. Ísland mætir þar Króatíu, Austurríki og Bólivíu, en um er að ræða æfingamót á vegum UEFA.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið Þórdísi Ösp Melsteð í hópinn fyrir úrtaksæfingar sem fara fram 22.-24. mars.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið Loga Hrafn Róbertsson og Róbert Thor Valdimarsson í hópinn sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 22.-24. mars.

Innilega til hamingju og gangi ykkur vel!