Kæru Bakhjarlar

Þeir sem eiga eftir að sækja kortin sín fyrir komandi keppnistímabil þá bendum við á að það verður hægt að sækja kortin sín milli 11:00 – 13:00 á Sumardaginn fyrsta ( FH deginum ) og einnig klukkutíma fyrir leik á móti HK. Það er mjög mikilvægt að sem flestir sæki kortin sín sem fyrst. Ekki gott að gera þetta rétt fyrir leik, þá myndast oft langar raðir.

Eins og síðustu ár verða nokkrar Bakhjarlaleiðir, árskort, Bakhjarlakort og Platínumkort. Platínum kortahafar verða með aðgang að salnum næst vellinum þar sem verða léttar veitingar og Bakhjarlar verða með aðgengi að salnum nær bílastæðinu þar sem verða veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.

Sjáumst svo á vellinum í sumar áfram FH!

Árskort:

Gildir sem aðgöngumiði fyrir einn á alla heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2019.
Verð: 16.000 kr. til 6.maí eftir það kostar það 20.000 kr
Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki

Bakhjarlakort

14 aðgöngumiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2019.
Aðgangur að Bakhjarlarými fyrir leik og í hálfleik. Þar sem boðið er uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.
Verð: 2.500 kr á mánuði eða 30.000 kr eingreiðsla.
Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki

Platínumkort 

22 aðgöngumiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2019.
Aðgangur að Bakhjarlarými fyrir leik og í hálfleik. Þar sem boðið er uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.
Gjöf frá FH
Verð: 10.000 kr á mánuði eða 100.000 kr staðgreitt.