Mótherji: KA
Hvar: Kaplakrika
Hvenær: Föstudaginn 10.maí
Klukkan: 18:00

Næsti leikur FH er á föstudaginn þegar við fáum KA í heimsókn í Kaplakrika. Eins síðustu ár verður opnað á pallinum klukkustund fyrir leik þar sem verða seldir FH-borgararnir frægu og kaldir drykkir verða seldir.

Vegna leigu á Sjónarhól ( veislusal ) um helgina verður því miður ekkert Bakhjarlaherbergi á leiknum á föstudaginn, en Bakhjarlar fá 50% afslátt af þeim veitingum sem seldar eru á FH torginu, hamborgar og kaldir drykkir. 

Nú mæta allir á völlinn og ekki bara mæta, heldur láta vel í sér heyra. Vinnum þennan leik saman og höldum ótrauð áfram!