Næsta laugardag kl. 17 er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar karla á Laugardalsvelli. Þar munu Víkingur og FH eigast við. Upphitun okkar FH-inga hefst kl. 14 í Kaplakrika með lokahófi 3. 4. og 5. flokks karla og kvenna, bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór hita upp raddböndin með söng og sannkölluðu FH peppi! Að auki verður andlitsmálning, knattþrautir og sjóðheitar pylsur!

FH býður sínum stuðningsmönnum upp á rútur til og frá vellinum. Það mæta að sjálfsögðu allir í FH treyjum og láta vel í sér heyra!

Miðasalan er í gegnum www.tix.ix

Allir á völlinn og áfram FH!