Þau Bergrún Ósk og Patrekur Andrés eru meðal þeirra sem náðu lágmörkum fyrir Paralympic leikana sem fara fram í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september. Ísland fékk að þessu sinni einungis fjögur sæti á leikana og voru bæði Bergrún Ósk og Patrekur Andrés valin til þess að keppa þar fyrir hönd Íslands í frjálsum íþróttum. Þetta eru fyrstu Paralympics leikarnir sem þau taka þátt í og það verður spennandi að fylgjast með þeim.

 

Undirbúningur fyrir leikana er í fullum gangi og munu þau Bergrún Ósk og Patrekur Andrés halda til Tokyo í byrjun ágúst. Það hefur gengið á ýmsu hvað varðar undirbúning fyrir leikana vegna heimsfaraldurs COVID-19 og því er gert ráð fyrir gríðarlegum öryggiskröfum í Tokyo á meðan leikarnir fara fram. Ljóst er að allur íslenski hópurinn verði orðinn fullbólusettur þegar að verkefnið hefst.