Aðalstjórn FH er mjög meðvituð um umræðuna um ofbeldis- og kynferðisbrot innan knattspyrnunnar, tekur hana alvarlega og fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun. Fulltrúar félagsins hafa hitt ráðgjafa og fulltrúa ÍSÍ, Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, vegna viðbragða í þessum erfiðu málum og mun sú vinna halda áfram og hafa forgang í starfi félagsins.

 

f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar

Viðar Halldórsson

formaður aðalstjórnar