Hulda Soffía og Jón Erling Golfarar FH 2021

Golfmót FH var haldið s.l. föstudag, 10. september á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði.  Það er orðin klisja að tala um völlinn í sínu besta standi en það voru allir sammála að þetta árið hefði völlurinn svo sannarlega staðið undir nafni sem besti golfvöllur landsins.  Við FH-ingar færum Ólafi Þór framkvæmdastjóra og hans fólki okkar bestu þakkir fyrir afnotin af vellinum, þolinmæði í okkar garð og ómetanlega aðstoð við uppsetningu mótsins.  Einnig fær Brynja í matsölunni og hennar fólk okkar bestu þakkir fyrir afburða þjónustu.

Og ekki síst ber að þakka okkar fjölmörgu styrktaraðilum.  Þeirra aðkoma er okkur mikils virði og gerir okkur kleift að halda mótið með þeim mikla glæsibrag sem raunin er. Okkar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.

Alls luku 117 kylfingar leik í fínustu aðstæðum og er óhætt að segja að skor kylfinga hafi verið einstaklega gott þetta árið.

Að vanda voru veitt verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.  Auk þess var fjöldi nándarverðlauna og að lokum var dregið úr skorkortum.

Hefð er komin á skemmtilegan leik að loknum hefðbundnum hring, sem kallast „19. holan“ þar sem keppendur fóru að loknum 18. holu hring á æfingaflötina við golfskálann og reyndu að vippa í afmarkaðan hring á gríninu og fóru þannig í pott sem dregið var úr í verðlaunaafhendingu.

Sigurvegararar í höggleik karla og kvenna hljóta sæmdarheitið Golfari FH.  Þetta árið urðu hlutskörpust þau Hulda Soffía Hermannsdóttir á 84 höggum og Jón Erling Ragnarsson á 72 höggum.  Frábært skor hjá þeim.

Allir sigurvegarar fengu vegleg verðlaun í boði styrktaraðila  mótsins auk þess sem Golfarar FH fengu veglegan farandbikar.

 

Önnur verðlaun skiptust þannig:

 

Punktar – konur

 1. Erna Ómarsdóttir 41 pkt. (betri seinni níu)
 2. Sigríður Helga Guðmundsdóttir 41 pkt.
 3. Elín Soffía Harðardóttir 36 pkt.

 

Punktar – karlar

 1. Arnar Sigurjónsson 48 pkt.
 2. Bjarki Unnarsson 42 pkt.
 3. Gunnar Þór Sigurjónsson 40 pkt.

 

Nándarverðlaun

 1. braut Jóhann Ríkharðsson, 2,20 m.
 2. braut Friðleifur Kr. Friðleifsson, 0,44 m.
 3. braut Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 1,44 m.
 4. braut Björn Pétursson, 1,23 m.

 

Lengsta teighögg 17. braut

karlar                Gylfi Þór Pétursson

kvenna               Helga Lind Þóreyjardóttir

 

 1. holan Sverrir Kristinsson