Föstudaginn 10. september kl 18:00 verður nýtt kastbúr tekið í notkun á frjálsíþróttavellinum á Kaplakrika. Nýja kastbúrið mun tryggja öryggi í Kaplakrika og auk þess að gera kastmót á vellinum lögleg fyrir alþjóðlega keppni. Af þessu tilefni munu sterkustu kastarar landsins etja kappi og sleggjur og kringlur munu svífa um loftið.
Allir velkomnir