3.Coca cola móti FH lokið

3.Coca cola móti FH lokið

Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir FH náði mjög góðum árangri í sleggjukasti kvenna þegar hún kastaði 42,35m. Með þessum árangri komst hún í 3.sæti afrekaskrá Íslands frá upphafi yfir besta árangur kvenna í sleggjukasti, en undan henni á listanum eru Guðleif Harðardóttir og María Lúðvíksdóttir. Kristbjörg er á mikilli uppleið í sleggjunni og má búast við að hún byrji að narta í hælana á Maríu og Guðleifu sem á íslandsmetið 48,26m.

Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH sigraði í kringlukasti með 35,80m en hún náði góðri kastseríu, kastaði þrisvar sinnum yfir 35m.

Í 100m hlaupi kvenna sigraði ung stúlka úr Fjölni, Stefanía Hákonardóttir, en hún hljóp á 13,30sek sen er mjög góður árangur hjá 15 ára stúlku.

Í 100m hlaupi karla sigraði Magnús Valgeir Gíslason Breiðablik á tímanum 11,35sek en fast á hæla honum kom Óli Tómas Freysson FH en hann hljóp á 11,41sek.
Þó nokkrir ungir hlauparar úr FH tóku einnig þátt og náðu þeir einnig góðum árangri, Guðmundur Heiðar Guðmundsson (14 ára) hljóp á 12,50sek og Sindri Sigurðsson (15 ára) hljóp á 12,54sek.

Helga Kristín Harðardóttir Breiðablik hljóp mjög vel í 400m hlaupi kvenna og bætti sig, hljóp á tímanum 59,12sek. Herdís Helga Arnalds Breiðablik keppti einnig og hljóp á 62,26sek.

Í 400m hlaupi karla sigraði hinn ungi og efnilegi Guðmundur Heiðar Guðmundsson FH á tímanum 56,70sek en það verður gaman að sjá hve hratt hann á eftir að komast í sumar en hann hefur verið að bæta sig í hverju hlaupi.

Sigurjón Þórðarson Breiðablik sigraði nokkuð örugglega í 800m hlaupi á tímanum 2:09,90 en hann hljóp nánast einn fyrir utan nokkra yngri stráka.

heildarúrslit mótsins má nálgast hér:
http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib289.htm

Aðrar fréttir