
3. fl. karla – frábær sigur í undanúrslitum bikarsins
3. flokkur karla
hélt sigurgöngu sinni áfram sl. sunnudag, þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum
bikarkeppninnar eftir frábæran sigur á HK. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu
leið sína í Kaplakrika á sunnudagkvöld urðu ekki fyrir vonbrigðum með leikinn
sem boðið var upp . Liðin eru í tveimur efstu sætum 1. deildarinnar í 3.flokki karla og var
því leikurinn
klassískur bikarleikur. Jafnt á öllum tölum, gríðarlega barátta, rauð spjöld og
dramatík. Allur pakkinn!
Frá fyrstu mínútu
var hart barist. FH byrjuðu betur og komust í 2 0. Þá tóku HK-menn við sér og
leiddu allan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir HK. Í byrjun
seinnihálfleiks komust FH yfir og héldu forystunni næstu 15 mínúturnar. Þá tóku HK aftur
yfir, náðu forystunni 18-20 þegar 10 mín voru eftir af leiknum. Þá fór Danni
markmaður hinsvegar heldur betur í gang og hélt FH á floti næstu mínúturnar. Hann varði meðal
annars tvö hraðaupphlaup og eitt víti á síðustu 10 mínútunum.
Síðustu 3 mínútur leiksins voru síðan
ótrúlega spennandi. Í stöðunni 23-23 fékk FH víti sem var varið af Guðlaugi, frábærum
markmanni HK og þeir fengu boltann. Danni varði síðan skot þeirra í næstu sókn og FH náði
boltanum aftur. Þegar ein mínúta lifði af leiknum skoraði Aron svo frábært mark
fyrir FH og kom strákunum yfir 24-23. HK menn kræktu svo í víti þegar 30 sekúndur voru
eftir sem Danni gerði sér lítið fyrir og varði. Björn Daníel tryggði FH svo
sigur úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og FH-ingar fögnuðu gríðarlega í leikslok.
Strákarnir eru
því komnir í úrslit bikarkeppninnar og mæta þar Val. Leikurinn verður þann 26.
febrúar, klukkan 15:00 í Laugardalshöll, en leikurinn verður nánar auglýstur síðar.
Hrósa verður
báðum liðum fyrir frábæran leik. HK-liðið er gríðarlega sterkt handboltalið og
nánast allt þarf að ganga upp til þess að vinna þá. Bestir í liði HK voru
markvörðurinn Guðlaugur sem varði vel, auk þess sem hornamaðurinn Daníel átti
góðan leik með 9 mörk og miðjumaðurinn Ólafur Bjarki, sem einnig skoraði 9 mörk.
Markaskor:
Aron 10 mörk
Ólafur Gústafs 6
mörk
Björn 3 mörk
Stefán 3 mörk
Guðjón 2 mörk
Atli 1 mark
Markvarsla:
Daníel 16 varin
skot