3 fl kk. Frábær sigur á HK

3 fl kk. Frábær sigur á HK

Þetta var mjög mikilvægur leikur, því ef FH myndi sigra myndu þeir aftur skella sér aftur í baráttuna um deildartitilinn. Strax í byrjun sá maður hugafarið hjá okkar strákum og ætluðu þeir að selja sig dýrt. Spiluðu frábæra vörn og HK átti ekkert svar, og skoruðu FH-ingar slatta af mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan í hálfleik var 12-8 fyrir FH. Síðan gerðust skrítnir hlutir. Ekki byrjaði seinni hálfleikur, eins og sá fyrri endaði. Eitthvað gerðist og skyndilega var staðan 14-14. FH nær aftur 3ja marka mun og HK jafnar á ný. FH nær 2ja marka mun og HK barðist við að ná að jafna. En eftir geðveikt spennandi loka mínútur, mikla baráttu og skrítna dóma, sigruðu FH með 26-25 eftir frábæra skógarferð hjá Óla Gúst, þar sem hann fiskaði boltann og skoraði úr hraðaupphlaupi. Frábær sigur hjá okkar strákum. Gleði þeirra var ósvikinn og þeir voru aftur í baráttunni um deildartitilinn. Aðeins 2 umf. Eftir og FH 1 stigi á eftir HK. Við misstum mann útaf 4 sinnum en HK aldrei. Samt fannst manni við ekkert grófari. Í reynd var þetta ekki grófur leikur, heldur fast tekið á í vörninni. Nú er næsti leikur á móti Fram á sunnud 2 apríl kl 18:00. Hvetjum við alla til að mæta og hvetja þá í baráttunni um deildartitilinn. Í dag eru komnir

3 deildartitlar í hús. Þ.e. 5 fl kk, a og b lið 4 fl, og það væri fínt að fá þennan líka.

Mætum öll og hvetjum strákana til sigurs. !!!!!!

Aðrar fréttir