3. fl. kv. í úrslitaleikinn eftir Sigur á Fylkir/Leiknir

3. fl. kv. í úrslitaleikinn eftir Sigur á Fylkir/Leiknir

Það var spenna í Krikanum í dag þegar FH og Fylkir/Leiknir mættust í undanúrslitaleik í Íslandsmótinu.

FH fór vel af stað og stýrði leiknum á löngum köflum þrátt fyrir að gestirir væri alltaf líklegir til að refsa.  Kristín Guðmundsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks eftir laglegan undirbúning Aldísar Köru.  Í síðari hálfleik var sama sagan upp á teningnum,  FH stýrði og F/L var alltaf líklegt en fleiri urðu mörkin ekki.

Síðar í dag fer fram leikur ÍA og HK þar sem skorið verður úr það hverjum FH mætir í úrslitaleik á mánudaginn kl. 17:30.  Enn hefur ekki verið ákveðið hvar sá leikur fer fram en skorað er á FH-inga til að mæta og styðja stelpurnar.

Til hamingju stelpur og gangir ykkur vel.

Aðrar fréttir