3.fl. kv. í ÚrslitaleikVisa-bikarsins

3.fl. kv. í ÚrslitaleikVisa-bikarsins

það má segja að leiðin í leikinn hafi verið þyrnum stráð.  

Í fyrsta leik fengu stelpurnar Breiðablik í heimsókn í Krikann og sigruðu sannfærandi 4-1. 

Næst var komið að Vesturbæjar-stórveldinu sem farið hefur mikin í sumar enda með gott lið.  Sigur vanst í Frostaskjóli í miklum baráttuleik 2-3.  

Í undanúrslitum mætti FH svo  Fylkir sem komið hefur liða mest á óvart í sumar en þar áttu stelpurnar harma hefna eftir 1-0 tap í þriðju umferð Íslandsmótsins.  En FH-ingar mættu ákveðnir til leiks og þrátt fyrir að fyrsta markið hafi látið bíða lengi eftir sér var sigurinn í raun aldrei í hættu.  FH vann Fylkir á Fylkisvelli 0-2. 

Og nú er komið að Valsmönnum.

Alvöru umgjörð verður í kringum leikinn sem fram fer á sem fyrr segir á aðalvellinum í Krikanum.  Við, leikmenn og þjálfarar 3. fl. kv. viljum hvetja alla áhugamenn um góðan fótbolta til að mæta og styðja FH-stelpurnar til sigurs.

Aðrar fréttir